Emmanuel Macron for­seti Frakk­lands gefur starfs­fólki innan heil­brigðis­kerfisins frest til 15. septem­ber til að láta bólu­setja sig. Eftir þann tíma getur það átt von á sektum eða öðrum refsi­að­gerðum, sam­kvæmt frétt AP News.

Flest Evrópu­lönd hafa forðast það að skipa fólki í bólu­setningar en í kjöl­far þess að tugir þúsunda dóu á elli­heimilum í Frakk­landi heftur Macron á­kveðið að bregða á þetta ráð.

Í á­varpi til þjóðarinnar boðaði Macron einnig sér­staka CO­VID-19 passa sem verða nauð­syn­legir til að fara á veitinga­staði og verslunar­mið­stöðvar, en líka spítala og al­mennings­sam­göngur. Passann fá þeir ein­staklingar sem eru bólu­settir, hafa ný­lega náð sér eftir smit eða fengið nei­kvætt PCR próf innan á­kveðins tíma.

Nú þegar eru 40 prósent þjóðarinnar full­bólu­sett en smitum hefur fjölgað undan­farið sökum Delta af­brigðisins. Macron hvetur íbúa landsins til að drífa sig í bólu­setningu til að koma í veg fyrir mikið álag á heil­brigðis­kerfið.

Í bæði Grikk­landi og Ítalíu getur heil­brigðis­starfs­fólk búist við tíma­bundnum brott­rekstri ef það neitar bólu­setningu. Í Dan­mörku og sum staðar í Þýska­landi hefur fólk þurft að sýna CO­VID-19 passa til að mega fara á veitinga­staði.