Emmanuel Macron, Frakk­lands­for­seti, missti meiri­hluta sinn á franska þinginu í kosningum sem fram fóru í Frakk­landi í gær.

Miðju­banda­lag for­setans Ensemble tapaði 100 þing­sætum og þrátt fyrir að vera enn stærsti flokkurinn á þinginu með 245 sæti er hann rúmum 40 þing­sætum frá því að ná meiri­hluta.

Þjóð­fylking Mari­e Le Pen bætti við sig í kosningunum og fór frá 8 sætum upp í 89. Þá varð nýja vinstri­banda­lagið Nupes, leitt af Jean-Luc Melenchon, næst stærst á eftir miðju­banda­laginu með 131 sæti.

Ný­skipaður for­sætis­ráð­herra Frakk­lands, Elisa­beth Born­e, sagði niður­stöðurnar vera for­dæma­lausar og eitt­hvað sem hefði ekki sést áður í nú­tíma Frakk­landi.

„Þetta á­stand ógnar landi okkar í ljósi hættunnar sem við stöndum and­spænis á þjóð­legum og al­þjóð­legum vett­vangi. Frá og með morgun­deginum munum við vinna að því að byggja upp starfandi meiri­hluta,“ sagði Born­e.

Þó er ljóst að Ensemble er í gríðar­lega erfiðri stöðu enda hafa hinir tveir stærstu flokkarnir á þingi ekki minnsta á­huga á sam­starfi.