Emmanuel Macron á­varpaði stuðnings­menn sína fyrir framan Eif­fel-turninn í kvöld og þakkaði fyrir stuðninginn en allt bendir til þess að hann hafi sigrað seinni um­ferð frönsku for­seta­kosninganna með 58,8 prósentum at­kvæða.

Ræða Macron þykir nokkuð hóg­vær miðað við sigur­ræðu hans 2017 og beindi hann orðum sínum meðal annars til kjós­enda mót­fram­bjóð­enda síns Marine Le Pen og sagðist skilja reiði þeirra.

„Ég er for­seti fyrir hvert og eitt ykkar,“ sagði Macron og þaggaði niður þeim í stuðnings­mönnum sínum sem púuðu á Le Pen.

Þá sagði Macron að seinni kjör­tíma­bil hans myndi ekki vera fram­hald af því fyrra og hét því að takast á við öll nú­verandi vanda­mál Frakk­lands.

„Ég vil rétt­látara sam­fé­lag, jafn­rétti milli kvenna og karla. Árin fram undan munu svo sannar­lega vera erfið en þau munu verða sögu­leg og við munum þurfa að skrifa þau í sam­einingu fyrir komandi kyn­slóðir,“ sagði Macron áður en franski þjóð­söngurinn var spilaður.

Nokkrir nú­verandi og fyrr­verandi þjóðar­leið­togar hafa þegar óskað Macron til hamingju með sigurinn, þar á meðal Olaf Scholz, kanslari Þýska­lands.

Marine Le Pen ávarpar stuðningsmenn sína.
Fréttablaðið/EPA

Sigur þrátt fyrir ­ósigur

Marine Le Pen viður­kenndi ó­sigur sinn um svipað leyti og sagði að úr­slit kosninganna væru skýr sigur fyrir fram­boð hennar þrátt fyrir að hafa tapað kosningunni með um 48,2 prósentum at­kvæða.

„Hug­myndirnar sem við stöndum fyrir hafa náð nýjum hæðum í þessari seinni um­ferð for­seta­kosninganna. Með meira en 43 prósent at­kvæða eru úr­slit kvöldsins í sjálfu sér frá­bær sigur fyrir okkur,“ sagði hún við kjós­endur sína áður en hún viður­kenndi ó­sigurinn.

„Til að forðast ein­okun valdsins þá skuld­bind ég mig Frakk­landi og franska fólkinu,“ sagði Le Pen og ýjaði þar með að því að hún væri alls ekki hætt í stjórn­málum.