Sam­kvæmt nýjustu tölum leiðir sitjandi for­seti, Emmanuel Macron for­seta­kosningarnar sem fara fram um þessar mundir í Frakk­landi. Marine Le Pen, helsti and­stæðingur Macron í kosningunum er í öðru sæti.

Macron hlaut 28.1 prósent at­kvæða í fyrstu um­ferð, en Le Pen fékk 23.3 prósent at­kvæða. Það eru tólf í fram­boði, en að­eins tveir komast á­fram í seinni kosninguna.

Það eru því allar líkur á að Macron og Le Pen komist á­fram, sam­kvæmt út­göngu­spám.