Samkvæmt nýjustu könnunum hefur Emanuel Macron, sitjandi forseti Frakklands, um 10-14 prósenta forskot á Marine Le Pen í forsetakosningunum sem fram fara í Frakklandi á morgun.

Nærri þriðjungur franskra kjósenda segist ekki ætla nýta atkvæði sitt í komandi kosningum eða hefur ekki gert upp hug sinn. Samkvæmt fréttastofu Reuters gæti sú staðreynd haft áhrif á atkvæðafjölda Le Pen og niðurstöðurnar þannig komið á óvart líkt og gerðist þegar kosið var um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þegar Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.

Kannanir sýna að kosningaþátttaka í forsetakosningunum gæti orðið á bilinu 72-74 prósent. Fari svo er það minnsta þátttaka í kosningu um forseta í Frakklandi síðan árið 1969.