Dómsmál

Má ekki nálgast ólögráða stúlku

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóm yfir karlmanni sem hafði átt í sambandi við ólögráða stúlku.

Hús Landsréttar hýsir starfsemi dómstólsins. Fréttablaðið/Ernir

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta nálgunarbanni í einn mánuð. Maðurinn má ekki koma nálægt ólögráða stúlku en samkvæmt því er kom fram í héraði í upphafi mánaðar höfðu maðurinn og stúlkan verið par og oft leitað félagsskapar hvort annars síðasta hálfa árið. Í þeim tilvikum hafi þau í langflestum tilfellum haft fíkniefni um hönd.

Þannig má karlmaðurinn ekki koma nær heimilinu en sem nemur fimmtíu metrum. Aukinheldur er honum bannað að veita stúlkunni eftirför eða hafa samband við hana í gegnum síma eða veraldarvefinn.

„Stúlkan er hvort tveggja ólögráða og sjúklingur sem þarf að fá frið til að halda sig frá fíkniefnum og njóta þeirrar meðferðar sem fólki í þessum aðstæðum býðst þannig að af henni hafi hún eitthvert gagn og komist yfir fíkn sína og áhættuhegðun. Vegna samneytis hennar við varnaraðila hefur þessum friði hennar verið raskað á ýmsan hátt síðastliðna sex mánuði,“ sagði í úrskurði héraðsdóms.

Karlmaðurinn viðurkenndi við skýrslutökur á jóladag að hann hafi til að mynda aðstoðað stúlkuna við strok af heimili sínu. Þá kom einnig fram í héraði að parið hafi oftar en einu sinni komið við sögu hjá lögreglu. Karlmaðurinn hlaut sömuleiðis dóm árið 2017 fyrir að hafa stuðlað að því að önnur ólögráða stúlka kæmi sér undan valdi umsjónaraðila sinna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

„Tróð upp í mig tungunni gegn vilja mínum“

Dómsmál

Sakfellt á línuna í bitcoin-máli

Dómsmál

Kona sleppur við fjárnám

Auglýsing

Nýjast

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Auglýsing