Það verður vestlæg átt, 3 til 10 metrar á sekúndu og væta með köflum fyrri part dags, en síðdegis gengur í norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og rofar til sunnan heiða.

Það verður áfram rigning um landið norðan- og austanvert, en þar má búast við slyddu eða snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi líkum á versnandi akstursskilyrðum. Hiti á bilinu 1 til 7 stig.

Á morgun fer norðaustan áttin minnkandi, 3 til 10 metrar á sekúndu eftur hádegi. Bjart að mestu á Vesturlandi, en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir sunnantil. Annað kvöld er svo útlit fyrir hægviðri, og líkur á að það frysti allvíða.