Austan og norðaustan 8-15 m/s og rigning, en heldur hvassari við suðausturströndina og talsverð úrkoma þar fram eftir morgni.

Snýst í sunnan 3-10 m/s og dregur úr úrkomu eftir hádegi, fyrst syðst, og léttir til um norðaustanvert landið seinnipartinn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.

Gul viðvörun er enn í gildi á Suðausturlandi fram til klukkan 11 vegna mikillar rigningar, einkum austan Öræfa.

Sunnan 8-13 m/s á morgun en heldur hægari um austanvert landið. Dálítil væta með köflum og hiti 8 til 12 stig. Bjart með köflum norðaustantil og hiti á bilinu 12 til 17 stig.

Hófleg rigning í flestum landshlutum

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að veðrið sem varað var við í nótt fari að ganga niður með morgninum.

Vindur blæs nokkuð hraustlega úr austri í fyrstu, einkum SA-lands, en snýst smám saman í heldur hægari suðlægar áttir.

Þó rignir áfram nokkuð hressilega um austanvert landið fram undir hádegi, annars má búast við sæmilega hóflegri rigningu með köflum í flestum landshlutum í dag, síst þó um landið norðaustanvert.

Seinnipartinn hlýnar norðan heiða þar sem búist er við að hiti nái um 16 stigum. Sunnanlands verður áfram heldur svalt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Vestlæg átt 3-10 m/s. Víða dálítil væta en styttir upp og léttir til um austanvert landið síðdegis. Hiti víða 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á laugardag:
Suðvestan 3-8 og skúrir vestantil, annars bjart með köflum. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á sunnudag:
Sunnan átt, víða 8-13 m/s. Víða rigning og hiti 9 til 14 stig, en úrkomulítið norðaustantil og hiti að 18 stigum.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir með rigningu sunnan- og vestantil, annars bjart með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.