Björgunar­sveitir, í sam­starfi við lög­reglu, leituðu í gær­kvöldi að ung­lings­stúlku í Vestur­bæ Reykja­víkur. Þetta var meðal annars rætt í í­búa­hópi Vestur­bæinga á Face­book seint í gær­kvöldi þar sem í­búar veltu fyrir sér hvað væri í gangi.

Vísir greindi frá því í nótt að leit stæði yfir að ung­lings­stúlku og var meðal annars notast við dróna við leitina. Þá notuðu björgunar­sveitar­menn vasa­ljós þar sem lýst var inn í garða og leitar­hunda.

Lög­regla dró svo úr leitinni vegna nýrra upp­lýsinga og tók fram að málið tengdist ekki sak­næmri hátt­semi.