Öldunga­deildar­þing­maðurinn, Jeani­ne Áñez, hefur lýst því yfir að hún sé tíma­bundinn for­seti Bólivíu eftir að fyrrum for­setinn, Evo Mor­a­les, sagði af sér og flúði til Mexíkó en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. Þá sagði Áñez að hún myndi boða til kosninga sem fyrst.

Mor­a­les sagði af sér á sunnu­daginn eftir að hann hafði verið sakaður um að hag­ræða úr­slitum kosninga sem haldnar voru í síðasta mánuði. Mikil mót­mæli hafa verið í landinu undan­farnar vikur vegna þessa en Mor­a­les var fyrst kosinn for­seti árið 2006.

Áñez tók við em­bætti for­seta þingsins í gær sem varð til þess að hún var næst í röðinni sem for­seti landsins en vara­for­seti landsins, Al­varo Garcia, sagði einnig af sér um helgina. Stjórn­laga­dóm­stóll Bólivíu féllst á skipun Áñez sem for­seta en með­limir flokks Mor­a­les voru ekki við­staddir fundinn sem boðað hafði verið til vegna málsins.