Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir ó­vissu­stigi al­manna­varna fyrir allt landið vegna væntan­legs fár­viðris. Á­kvörðunin er tekin í sam­ráði við alla lög­reglu­stjóra landsins og í sam­ræmi við veður­spá Veður­stofu Ís­lands. Búist er við að ofsa­veður herji á landið í nótt og á morgun og taka appel­sínu­gular við­varanir gildi um allt land í fyrra­málið.

Mögu­legt ver að að við­vörunar­stig verði hækkað úr appel­sínu­gulu í rautt, sem er hæsta stig, á á­kveðnum land­svæðum í dag.

Huga að öryggi fólks

Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar er ógnað. Samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið.

Gert er ráð fyrir víð­tækum sam­­­­göngu­truflunum og ekkert ferða­veður er á meðan við­varanir eru í gildi. Veður­­­stofan hvetur fólk til að sýna var­kárni og fylgjast grannt með veður­­­spám.