„Það er bara búið að vera alveg frá­bært og við sjá­um það að Ís­lend­ing­ar eru alveg til­bún­ir að koma og styðj­a við bak­ið á bar- og skemmt­i­stað­a­eig­end­um. Fólk er að mæta fyrr og þeir sem eru leng­ur eru leng­ur þann­ig að þett­a bland­ast bara mjög skemmt­i­leg­a sam­an. Allir fá sitt sýn­ist mér,“ seg­ir Arnar, sem rek­ur með­al ann­ars bar­in­a English Pub, Den Dansk­e Kro og Le­­bowsk­i Bar.

Ís­lend­ing­ar eru þekkt­ir fyr­ir að hald­a frem­ur seint út á líf­ið en Arnar neit­ar því þó að hlut­irn­ir séu farn­ir í sama horf og fyr­ir Co­vid. Hann seg­ir fólk mæta snemm­a í happ­y hour en þeir sem vilj­i skemmt­a sér fram eft­ir nótt­u mæti seinn­a.

Arnar Þór Gísl­a­son, veit­ing­a­mað­ur.
Fréttablaðið/ Anton Brink

Arnar fagn­ar aukn­um við­skipt­um en við­ur­kenn­ir þó að vegn­a á­lags­ins hafi reynst erf­itt að mann­a vakt­ir.

„Það er álag núna á fólk­in­u okk­ar og það er bara töl­u­vert erf­itt að ráða inn starfs­fólk núna. Við höf­um ver­ið til­töl­u­leg­a heppn­ir en mað­ur veit af stöð­um úti á land­i og jafn­vel í Hafn­ar­firð­i eða Kóp­a­vog­i sem eiga í mikl­um erf­ið­leik­um með það,“ seg­ir Arnar og bæt­ir við að hann viti um stað­i sem hafi þurft að loka í há­deg­in­u vegn­a mann­eklu.

Ekki frétt að nokkr­ir séu of­ur­ölv­i

Síð­ust­u helg­ar hef­ur ver­ið mik­ið að gera hjá lög­regl­u og við­bragðs­að­il­um á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u og töl­u­vert hef­ur ver­ið um slags­mál í mið­bæn­um. Arnar seg­ist þó bless­un­ar­leg­a ekki hafa orð­ið var við slíkt í mikl­um mæli á sín­um stöð­um.

Djamm­ið er kom­ið aft­ur eft­ir að hafa leg­ið í dval­a í Co­vid.
Fréttablaðið/ Eyþór Árnason

„Nei, við höf­um bara slopp­ið til­töl­u­leg­a vel. Við lás­um nú eina blað­a­grein hérn­a síð­ust­u helg­i að það voru fjór­ir sem fund­ust of­ur­ölv­i, mér finnst það nú kannsk­i ekki svak­a frétt. Ég held að við hefð­um alveg get­að fund­ið fjór­a til fimm of­ur­ölv­i í Co­vid þeg­ar allt var lok­að,“ seg­ir hann.

Arnar seg­ir að það að hafa mis­mun­and­i opn­un­ar­tím­a á skemmt­i­stöð­um vera lyk­il­inn að far­sæl­u næt­ur­líf­i.

„Mað­ur sér það með dreifð­um opn­un­ar­tím­a eins og það er búið að vera, sum­ir stað­ir loka ell­ef­u, sum­ir eitt, sum­ir þrjú og sum­ir hálf fimm. Ég held að það sé eina vit­ið að hafa svon­a dreifð­an opn­un­ar­tím­a, í stað­inn fyr­ir að hafa ein­hvern rík­is­opn­un­ar­tím­a, þá verð­a bara læti,“ seg­ir hann.