Lög­reglan á höfuð­­borgar­­svæðinu lýsir eftir Ævari Annel Val­­garðs­­syni og óskar eftir upp­lýsingum um ferðir hans. Síðast­liðinn sunnu­dag birti karl­maður mynd­band á Face­book síðu sinni þar sem hann sést ganga í skrokk á Ævari.

Eins og greint hefur verið frá hand­tók lög­regla manninn fyrr í vikunni vegna mynd­bandsins en honum var sleppt eftir yfir­­­heyrslu, hann var síðan hand­tekinn á ný í gær.

Hefndar­að­gerðir

Tveimur dögum eftir fyrri hand­töku mannsins kviknaði eldur í íbúð hans í Úlfarsár­dal í kjöl­far þess að bensín­­sprengju var kastað inn. Í dag bárust síðan fréttir af því að á­líka bensín­sprengju hafi verið kastað á hús á Freyju­götu og er sprengjan talin tengjast hefndar­að­gerðum vegna eldsins í Úlfarsár­dal.

Ekki liggur fyrir hvort lög­regla leiti Ævars í tengslum við þá at­burði en ekki náðist í lög­reglu við gerð þessarar fréttar. Þeir sem geta gefið upp­­­lýsingar um ferðir Ævars, eða vita hvar hann er niður­­kominn, eru vin­­sam­­legast beðnir um að hafa tafar­­laust sam­band við lög­­regluna í síma 112.

Ólga í undir­heimum

Mikil ólga hefur verið í undir­­heimunum síðustu daga og sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins hefur eldri kyn­slóðin í undir­heimunum tölu­verðar á­hyggjur af á­standinu.

Stjórn­leysi virðist ríkja meðal yngri kyn­slóðarinnar en mynd­bönd af á­tökunum hafa ýmist verið send fjöl­miðlum eða birst á sam­fé­lags­miðlum þar sem þau standa flest enn.