Jessi­e Wilczewski hafði verið starfs­maður Wall­mart í bænum Chesa­pea­ke í Virginíu í Banda­ríkjunum í einungis fimm daga þegar sam­starfs­maður hennar hóf skot­hríð á verslunina.

Sex létust í á­rásinni, fimm sam­starfs­menn á­rásar­mannsins, en þar á meðal var 16 ára drengur og á­rásar­maðurinn sjálfur. .

„Fyrir hverja vakt er fundur í hvíldar­her­berginu, flestir voru þar inni og fundurinn var rétt byrjaður,“ segir Jessi­e en skömmu síðar hafi hún séð einn sam­starfs­mann sinn taka upp byssu sem hann miðaði síðan á sam­starfs­menn sína.

Hún sagði upplifun sína af skotárásinni í viðtali við CNN.

„Í fyrstu leit þetta ekki út fyrir að vera raun­veru­legt. Það eina sem gerði þetta raun­veru­legt var hjart­slátturinn og hvellurinn þegar skotið var úr byssunni. Hann hélt á­fram og á­fram. Ég fór undir borðið og hann fór úr her­berginu og niður ganginn. Ég horfði á sam­starfs­menn mína sem voru á gólfinu og í stólunum“ segir Jessi­e.

„Ég vildi ekki hafa læti. Ég vildi ekki gera hann reiðann og láta hann koma til baka, en ég vissi ekki hvert hann fór. Ég fór ekkert, ég hélt mér þarna. Ég vildi ekki vera skilin eftir.“

Hún segist enn heyra hljóðið sem blóð­droparnir gerðu þegar þeir láku úr stólunum og á gólfið. „Ég held ég muni aldrei losna við það.“

Árásarmaðurinn hafi síðan komið til hennar. „Hann sagði mér að koma út. Ég var með veskið mitt og setti það út um hurðina fyrst til að sýna honum að ég væri ekki með neitt. Hann beindi byssunni að enninu mínu. Hann sagði mér að fara heim og tók byssuna frá enninu,“ segir hún.

Hér að neðan má hlusta á viðtal CNN við Jessie Wilczewski í heild sinni.