Yfir sex þúsund manns hefur verið gert að yfir­gefa heimili sín í Kali­forníu vegna skógar­elds sem kviknaði nærri Yo­semite-þjóð­garðinum á föstu­daginn. Eldurinn dreifis hratt út og hafa slökkvi­liðs­menn átt erfitt með að hafa stjórn á eldinum.

Um 400 slökkvi­liðs­menn og fjórar þyrlur eru að störfum í þjóð­garðinum en sam­kvæmt yfir­lýsingu frá slökkvi­liðinu er ekki búist við því að slökkvi­liðs­menn nái að hemja skógar­eldinn fyrr en í næstu viku.

Yfir­völd lýstu yfir neyðar­á­standi í dag en þeirri yfir­lýsingu er hægt að sækja um ríkis­að­stoð. Tíu heimili hafa orðið eldinum að bráð.

Yfir 400 slökkviliðsmenn eru að störfum í þjóðgarðinum.
Fréttablaðið/Getty

Í frétt BBC kemur fram að slökkvi­liðið hefur verið að að­stoða fólk við að yfir­gefa heimili sín á meðan eldarnir loga nokkrum metrum frá þeim. Einn eldri karl­maður reyndi að koma sér sjálfur í burtu en keyrði útaf og endaði í skurði og þurfti slökkvi­liðið að bjarga honum.

Þá hefur gengið illa að finna heimili fyrir fólkið en öll hótel á nær­liggjandi svæðum eru full­bókuð. „Við erum smekk­full af fólki sem hefur verið flutt af hættu­svæðinu,“ segir Alyssa Wildt hótel­eig­andi á svæðinu við LA Times. „Í dag komu síðan fullt af slökkvi­liðs­mönnum í leit að her­bergi en við erum því maður ekki með nein laus her­bergi,“ bætti hún við.

Fjórar þyrlur eru að aðstoða slökkviliðið við að reyna ná tökum á eldinum.
Fréttablaðið/Getty

Skógar­eldurinn er með þeim stærstu í Banda­ríkjunum á þessu ári en mikill hiti og miklir þurrkar hafa verið í Kali­forníu í sumar.

Í sunnan­verðum Yo­semite þjóð­garðinum er síðan risar­auð­viður í hættu vegna skógar­elds en risar­auð­viðurinn er 95 metra hár og heilir 47 metrar að um­mæli. Talið er að risar­auð­viðurinn er lík­lega stærsta líf­vera jarðar og er að minnsta kosti 3.500 ára gamall. Allt kapp hefur verið lagt í að reyna bjarga rauð­viðnum en það er ekki auð­velt verk.

Talið er að um 2000 heimili séu enn í hættu.
Fréttablaðið/Getty