Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin (WHO) hefur á­kveðið að lýsa yfir neyðar­á­standi á heims­vísu vegna kóróna­veirunnar. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem stofnunin hélt í kvöld. Alls hafa 171 látist vegna veirunnar og búið er að stað­festa smit í 8235 til­fellum.

„Aðal­á­stæða þessarar yfir­lýsingar er ekki vegna þess sem á sér stað í Kína heldur vegna þess sem er að gerast í öðrum löndum,“ sagði for­maður stofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus.

Megin á­hyggju­efni WHO er að veiran berist til landa með van­þróaðri inn­viði innan heil­brigðis­kerfisins. Þegar hafa 98 smit verið stað­fest í 20 löndum utan Kína og í átta þeirra hefur smit borist milli manna innan­lands. Enn sem komið er hafa öll dauðs­föll átt sér stað innan Kína.

Leggjast gegn snið­göngu

WHO leggur ekki til að ferða­lög til Kína verði hömluð, þvert á móti leggst stofnunin gegn öllum hömlum á ferða­lög og við­skipti. Fjöldi flug­fé­laga hafa þó fellt niður á­ætlunar­flug til Kína og innan Kína eru milljónir í far­banni.

Heil­brigðis­yfir­­völd á Ís­landi eru nú í við­bragðs­­stöðu vegna veirunnar en Þór­ólfur Guðna­­son, sótt­varnar­­læknir, greindi frá því í gær að ekki stæði til að loka landinu. Fólk er þó ráð­lagt að vera ekki að ferðast til eða frá Kína að ó­­þörfu.