Ríkis­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjórann á höfuð­borgar­svæðinu, lög­reglu­stjórann á Suður­nesjum og Veður­stofu Ís­lands, lýsir yfir hættu­stigi al­manna­varna vegna öflugrar jarð­skjálfta­hrinu sem nú gengur yfir á Reykja­nesi. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Hættu­stig al­manna­varna er sett á til að sam­hæfa að­gerðir og verk­lag ýmissa verk­lags­aðila og stofnana og hefur ekki á­hrif á al­menning. Hættu­stig er sett á ef heilsu og öryggi manna, um­hverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða manna­völdum þó ekki svo al­var­legar að um neyðar­á­stand sé að ræða.

Skjálftar dagsins hafa fundist víða á Suð­vestur­horninu og allt norður í Húna­þing og vestur á Ísa­fjörð. Varað er við grjót­hruni á Reykja­nes­skaga á meðan á hrinunni stendur. Unnið er að nánari yfir­ferð á skjálfta­virkni. At­hugið að skjálfta­virknin er bundin við Reykja­nes­skaga. Aðrar stað­setningar á skjálftum eru ó­á­reiðan­legar. Engin merki eru um gos­ó­róa á svæðinu.

Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra fylgist vel með í sam­vinnu við lög­reglu­em­bættin á höfuð­borgar­svæðinu, á Suður­nesjum og Veður­stofu Ís­lands, að því er segir í til­kynningunni.

Lög­reglan á Suður­nesjum fer núna um svæðið til að kanna á­hrif skjálftans. Þá hefur á­höfn á þyrlu Land­helgis­gæslunnar flogið yfir Reykja­nes til að kanna að­stæður.

Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykja­nesi og hvítir gufu­strókar á jarð­hita­svæðum hafa sést á svæðinu. Veður­stofa Ís­lands hefur hækkað lita­kóða fyrir flug á Reykja­nesi yfir á gult og er það sam­kvæmt verk­lags­reglum.

Fólk á þekktum jarðskjálftasvæðum er hvatt til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta:

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021