Stjórn Fé­lags leik­skóla­kennara lýsir á­hyggjum sínum af stöðu leik­skóla­mála hjá Hafnar­fjarðar­bæ.

Í á­lyktun sem fé­lagið sendi frá sér í dag kemur fram að vandann megi rekja til nokkurra mála eins og sumar­opnunar leik­skóla, styttingar vinnu­vikunnar og þeirra á­kvörðunar að taka inn yngri börn.

„Hluti leik­skóla Hafnar­fjarðar býr við al­var­legan mönnunar­vanda. Slíkt gerist ekki í tóma­rúmi og að­varanir fé­lagsins og leik­skóla­sam­fé­lagsins í Hafnar­firði hafa verið hunsaðar,“ segir í á­lyktuninni.

Þar kemur fram að bærinn hafi á­kveðið að hafa sumar­opnun í leik­skólum þrátt fyrir að fé­lagið hafi lagst harð­lega gegn því og segir í á­lyktun að með því hafi ekki verið hlustað á fag­leg rök, sama hvort þau komu frá fé­laginu, stéttar­fé­laginu eða öðrum sér­fræðingum.

„Stærsta verk­efni sveitar­fé­laga er að fjölga leik­skóla­kennurum og hefur verið það lengi. Leik­skóla­stigið hefur þróast hratt sem skóla­stig. Á­kvarðanir sam­fé­lagsins um að taka sí­fellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fylli­lega til enda hefur aukið á vandann, aukið mönnunar­þörf og hægt á hlut­falls­legri fjölgun leik­skóla­kennara þrátt fyrir mikla fjölgun í leik­skóla­kennara­námi undan­farin ár,“ segir í á­lyktuninni.

Þar er einnig vikið að styttingu vinnu­vikunnar sem hefur verið inn­leidd í leik­skólum í Hafnar­firði. Í á­lyktuninni kemur fram að það hafi verið vitað að styttingin yrði snúin án kostnaðar.

„Leik­skólinn er mjög við­kvæmur fyrir mönnun og að því leyti líkari vakta­vinnu­stöðum en dag­vinnu­stöðum. Það er alveg ljóst að samninga­nefnd FL mun ræða fjár­mögnun styttingu vinnu­vikunnar við við­semjanda sinn í næstu kjara­samningum,“ segir í á­lyktuninni og að hægt sé að mæta styttingunni með styttri dvalar- eða starfs­tíma.

Á­lyktunina má lesa hér í heild sinni.