Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í hádeginu er fundin heil á húfi. Ekki hafði sést til konunnar, sem er sjötug og með alzheimer, síðan síðdegis í gær. Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér klukkan 13:27 kemur fram að konan hafi fundist heil á húfi og þakkar lögreglan fyrir veitta aðstoð.