Stoð­deild ríkis­lög­reglu­stjóra lýsir nú eftir egypsku fjöl­skyldunni sem hvarf í síðustu viku. Þetta kemur fram í til­kynningu frá deildinni sem barst Frétta­blaðinu nú rétt í þessu.

Líkt og fram hefur komið var fjöl­skyldan horfin þegar til stóð að vísa henni úr landi þann 16. septem­ber síðast­liðinn. Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur undan­farna daga unnið eftir vís­bendingum sem borist hafa um dvalar­stað fjöl­skyldunnar.

Magnús Davíð Norð­dahl, lögmaður Kehdr fjölskyldunnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hvarf fjölskyldunnar flæki mál hennar ekki.

„Þetta breytir engu efnislega um málið. Það verður látið reyna á þetta mál fyrir dómi þar sem krafist verður ógildingar á þeim úrskurðum sem þegar hafa fallið hjá kærunefnd og þeim úrskurðum sem enn eru væntanlegir,“ segir Magnús.

Í til­kynningu frá stoð­deild em­bættisins nú er óskað eftir því að þeir sem geti gefið upp­lýsingar um ferðir fjöl­skyldunnar, þau I­bra­him Mahrous I­bra­him Khedr, Dooa Mohamed Mohamed Eld­ei­b og fjögur börn þeirra og stað­setningu þeirra, séu beðin um að senda em­bættinu tölvu­póst á net­fangið stodd­eild@log­reglan.is.