Evrópski bólu­setningarpassinn tók gildi í gær og er þar ríkjum Evrópu­sam­bandsins gert að taka gild þau fjögur bólu­efni sem hafa verið sam­þykkt af Lyfja­stofnunar Evrópu (EMA).

Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin (WHO) og CO­VAX, sam­starf ríkja um fjár­mögnun og dreifingu bólu­efnis, lýsa á­hyggjum yfir því að önnur bólu­efni sem þau hafi sam­þykkt séu ekki tekin gild.

Lyfja­stofnun Evrópu hefur sam­þykkt fjögur bólu­efni, Pfizer, Moderna, Vaxz­evria frá AstraZene­ca og Jans­sen. Meðal þeirra bólu­efna sem Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin hefur sam­þykkt en ekki Lyfja­stofnunin er Co­vishield frá AstraZene­ca sem hefur verið mikið notuð í fá­tækari ríkjum heims.

For­svars­menn al­þjóða­heil­brigðis­stofnunarinnar og CO­VAX segja þetta búa til enn meiri skilnað milli ríkra og fá­tækra þegar ferða­frelsi er að aukast á ný. Það ýti auk þess undir for­dóma gegn bólu­efnum sem geti leitt til þess að fólk veigri sér við að taka þau.

Níu af þeim 27 löndum sem taka þátt í bólu­setningar­vott­orði Evrópu­sam­bandsins hafa gefið út að þau muni taka bólu­efnið Co­vishield gilt. Þau eru Ís­land, Sviss, Austur­ríki, Þýska­land, Slóvenía, Grikk­land, Ír­land, Eistland og Spánn.

Heimildir BBC herma að Ind­land muni ekki taka evrópska bólu­setningar­vott­orðið gilt nema Evrópu­sam­bandið geri slíkt hið sama fyrir Co­vishield, sem er fram­leitt í Ind­landi.

Sem stendur er Evrópska bólu­setningar­vott­orðið hugsað til að auð­velda ferða­lög Evrópu­búa um Evrópu. Evrópu­búar munu þó áfram geta ferðast án vott­orðsins en þurfa þá að hafa nei­kvætt Covid-próf og/eða sæta sótt­kví eftir löndum.