Keppnislið Volvo, Cyan Racing mætti með Lynk & Co 03 Cyan Concept tilraunabíl sinn á Nurburgring brautina fyrir skemmstu og gerði sér lítið fyrir og setti nýtt brautarmet bæði fyrir framdrifsbíla og bíla með fjórum hurðum. Fyrra met fjögurra dyra bíla átti Jaguar XE SV Project 8 og var metið nú bætt um 3 sekúndur og stendur í 7:20,1 mínútum. Lynk & Co bíllinn bætti líka met framhjóladrifsbíla sem Renualt Megané RS Trophy-R bíll átti og var það met nú bætt um heilar 25 sekúndur.

Ökumaður Lynk & Co bílsins var Thed Björk og var hann með í höndunum 528 hestafla bíl svo nóg af afli var úr að spila. To bílsins 504 Newtonmetrar. Bíllinn er 4,4 sekúndur í hundraðið og 10 sekúndur í 200 og hámarkshraði hans er 310 km á klukkustund. Meðalhraði bílsins í þýsku brautinni var 170,4 km/klst, svo ljóst má vera að þarna fer afar hraðskreiður og ökuhæfur bíll.