Tveir lyf­salar eru grunaðir um að hafa af­greitt tölu­vert magn af lyf­seðils­skyldum lyfjum án lyf­seðla. Frá þessu greinir Ríkis­út­varpið á vef sínum. Þar segir að öðru málinu hafi verið vísað til Lög­reglunnar í Reykja­nes­bæ, og að Lyfja­stofnun í­hugi að vísa hinu til lög­reglunnar.

Um er að ræða apó­tek Lyfju í Reykja­nes­bæ annars vegar og Lyf­salann í Glæsi­bæ hins vegar en ekki kemur fram í fréttinni hvers konar lyf lyfsalarnir eru grunaðir um að hafa selt ólöglega.

Lyfja­stofnun hefur vísað málinu sem varðar Lyfju í Reykja­nes­bæ til lög­reglunnar og er það í skoðun innan stofnunarinnar að máli Lyf­salans í Glæsi­bæ verði einnig vísað til lög­reglu.

Sam­kvæmt frétt á Mbl.is, sem greindi fyrst frá því að tveir lyf­salar væru grunaðir um mis­ferli við með­ferð og af­greiðslu lyfja, komu málin upp fyrir jól og eru talin tengjast. Rúna Hauks­dóttir, for­stjóri Lyfja­stofnunar segir þar að langt sé síðan mál á borð við þessi hafi komið upp og að stofnunin líti það al­var­legum augum.

„Við lítum þetta mjög al­var­legum augum og erum að bregðast við því með auknu eftir­liti og með því að óska eftir mönnun í apó­tekum sé jafn­framt bætt,“ sagði Rúna við Mbl.is.

Bæði apó­tekin hafa skipt um leyfis­hafa og hefur báðum lyf­sölunum verið vikið frá störfum sam­kvæmt frétt Rúv. Ekki hefur komið fram hvort að ein­hver læknir sé talin tengjast málunum.