Lyfja­stofnun mun fá ó­háða aðila til að gera rann­sókn á til­kynningum sem borist hafa um raskanir á tíða­hring í kjöl­far bólu­setninga. Mark­miðið er að leita skýringa á or­sökum og veita við­eig­andi ráð. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Lyfja­stofnunar.

Frétta­blaðið greindi frá því í síðustu viku að hópur kvenna sem hafa orðið fyrir röskun á tíða­hring eftir bólu­setningu sendu Land­lækni bréf þar sem þær báðu Land­læknis­em­bættið um að skoða þessa auka­verkun sér­stak­lega.

Til­kynningin í heild:

For­stjóri Lyfja­stofnunar, land­læknir og sótt­varna­læknir hafa á­kveðið að kalla til ó­háða aðila til að rann­saka gaum­gæfi­lega þau til­felli sem varða röskun á tíða­hring kvenna í kjöl­far bólu­setningar gegn CO­VID-19 og hafa verið til­kynnt til Lyfja­stofnunar. Mark­mið rann­sóknarinnar er að leita skýringa á or­sökum og veita þeim konum sem um ræðir stuðning og við­eig­andi ráð.
Þegar lyf eru notuð hjá fjölda manns má búast við að margar til­kynningar vegna gruns um auka­verkanir berist lyfja­yfir­völdum. Lyfja­yfir­völd óska ein­dregið eftir slíkum til­kynningum til að hægt sé að meta hvort nýir, ó­væntir á­hættu­þættir lyfja komi í ljós. Allar til­kynningar á EES-svæðinu fara þannig í mið­lægan auka­verkana­gagna­grunn, þar sem til­kynningarnar eru bornar saman við þær upp­lýsingar sem fyrir liggja hverju sinni.

Í ljósi þess að um ný bólu­efni er að ræða hafa for­stjóri Lyfja­stofnunar, land­læknir og sótt­varna­læknir, á­kveðið að fá ó­háða aðila til að fara gaum­gæfi­lega yfir þessi at­vik.
Eins og sakir standa bendir ekkert til þess að beint or­saka­sam­hengi sé á milli bólu­setningar og þessara til­kynntu at­vika. Rann­sóknin verður gerð af þremur ó­háðum sér­fræðingum m.a. á sviði kven­sjúk­dóma og verður henni hraðað eins og kostur er. Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að vinnan taki í það minnsta nokkrar vikur.