Um helgina var greint frá því í fjöl­miðlum að 19 ára stúlka hafi lamast fyrir neðan mitti, eftir að hafa fengið örvunar­skammt með bóluefninu Spikevax.

Í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins, stað­festir að þeim hafi borist til­kynning þess efnis, en að enn sé ekki hægt að segja til um mögu­legt or­saka­sam­hengi.

Lyfjastofnun segist ekki hafa tölulegar upplýsingar um hversu margar tilkynningar Lyfjastofnun hafi borist vegna mögulegra aukaverkana eftir örvunarskammta með Pfizer og Spikevax bóluefnunum. Þeir einstaklingar sem hafa fengið örvunarskammta voru bólusettir með Janssen bóluefninu í vor og sumar.

Það er hægt að velja hvort um fyrstu bólusetningu eða aðra bólusetningu er að ræða í tilkynningarforminu, en ekki hvort um örvunarbólusetningu sé að ræða. Þar af leiðandi getum við ekki aðgreint þessar tilkynningar frá öðrum tilkynningum, segir í svari Lyfjastofunar."

Lyfja­stofnun birta fréttir viku­lega um sundur­liðun til­kynninga vegna gruns um al­var­lega auka­verkanir í kjöl­far bólu­setninga og er von á slíkri frétt á morgunog er ekki hægt að veita ítar­legar upp­lýsingar um ein­stakar til­kynningar vegna per­sónu­verndar­sjónar­miða. Töl­fræði­legar upp­lýsingar um auka­var­verkana­til­kynningar sem berast á vef­síðu Lyfja­stofnunnar verði þó birtar..


Þór­ólfur Guðna­son sótt­varnar­læknir segir í sam­tali við Mbl að lömun fyrir neðan mitti sé ekki þekkt auka­verkun vegna bólu­setninga gegn kórónu­veirunni,. Al­var­legar auka­verkanir geti þó komið upp vegna þeirra en séu afar fá­tíðar. Enn fremur segir hann að auka­verkanir séu mun fá­tíðari en þær sem eru af völdum sýkingarinnar sjálfrar.