Kín­verska bólu­efnið Sin­ovac gegn CO­VID-19 hefur nú verið tekið til skoðunar af lyfja­nefnd Lyfja­stofnunar Evrópu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá stofnuninni.

Segir að lyfja­nefndin (CHMP) byggi á­kvörðun sína um það að meta bólu­efnið frá Sin­ovac Life Sciences Co., Ltd. á niður­stöðum rann­sókna á rann­sóknar­stofum. Þær gefi til kynna að bólu­efnið leiði til myndunar mót­efna gegn SARS-CoV-2 vírusnum sem valdi CO­VID-19 og kunni að hjálpa til við að vernda gegn sjúk­dómnum.

Lyfja­stofnunin mun síðan meta þau gögn sem liggja fyrur og á­kveða hvort skil­yrði verða upp­fyllt til að sækja megi um form­legt markaðs­leyfi fyrir Sin­ovac bólu­efnið. Komist málið á það stig muni af­greiðsla leyfisins taka skemmri tíma en venju­lega vegna þessa starfs sem unnið verði við formatið sem nú fer í hönd.

Nánar um virkni Sin­ovac segir í til­kynningu EMA að það inni­haldi ó­virkt SARS-CoV-2. „Þegar ein­stak­lingi er gefið bólu­efnið ber ó­næmis­kerfið kennsl á ó­virka vírusinn sem að­skota­efni og myndar mót­efni gegn honum. Ef sá sem er bólu­settur kemst síðar í snertingu við SARS-CoV-2 vírusinn mun ó­næmis­kerfið þekkja hann og verið til­búið að verjast honum,“ segir í til­kynningu Lyfja­stofnunar Evrópu.