McKesson, Cardinal Health og AmerisourceBergen greiða samanlagt 21 milljarð dala og Johnson & Jonhson, framleiðandi Jansen bóluefnisins, þarf að greiða fimm milljarði bandaríkjadala.

Samningurinn verður nú lagður fyrir ríkisstjóra sem geta samþykkt hann eða hafnað.

Greiðslurnar munu dreifast yfir átján ára tímabil en með sáttagreiðsluni eru lyfjarisarnir að semja sig frá lögsókn.

Peningurinn verður nýttur til þess að byggja upp meðferðarheimili, auka forvarnir og stuðning fyrir fíkla.

„Það er ekki til nægilegur peningur í heiminum til að takast á við sársaukan og sorgina sem þessi faraldur hefur orsakað,“ sagði saksóknarinn í Connecticut, William Tong eftir að samkomulagið var tilkynnt en sagði sáttagreiðsluna að einhverju leyti sárabót.

Þetta samkomulag er næst stærsta sáttagreiðslan í sögu Bandaríkjanna frá því að tóbaksframleiðendur samþykktu að greiða 246 milljarða dala í sáttagreiðslu árið 1998.

Talið er að um hálf milljón manns hafi látið lífið af völdum ofskammts af ópíóðalyfjum í Bandaríkjunum síðustu tuttugu ár. Þar af létust rúmlega 93 þúsund í fyrra.