Einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu fæddir 1944 eða fyrr er boðið í COVID-19 bólusetningu í Laugardalshöllinni á morgun og verða þeir bólusettir með bóluefni Pfizer. Alls eru 2.300 skammtar af bóluefninu í boði.

Boð um bólusetningu hafa verið send með SMS til skilaboðum til þeirra sem eiga að fara í bólusetningu, hafi þeir sem eru á þessum aldri ekki fengið SMS skilaboð geta þeir komið í Laugardalshöllina á morgun milli klukkan 09:00 og 15:00. Þeir sem komast ekki á morgun verður boðið að koma í bólusetningu næst þegar heilsugæslan býður upp á það.

Í síð­ust­u viku voru einstaklingar fæddir 1942 og eldri bólusettir og voru þá 2.800 skammtar gefnir.

Fyr­ir­kom­u­lag

Í til­kynn­ing­u frá heils­u­gæsl­unn­i eru all­ir eru beðn­ir um að mæta með skil­rík­i og grím­u.
Ból­u­sett er í axl­ar­vöðv­a og í al­menn­u rými og er fólk því beð­ið um að koma klætt þann­ig að auð­velt sé að ná í stung­u­stað­inn. Gott er að vera í stutt­erm­a­bol innst klæð­a.
Allir þurf­a að bíða í 15 mín­út­ur eft­ir að ból­u­setn­ing er gef­in. Hafi fólk bráð­a­of­næm­i við stung­u­lyfj­um, eða af ó­þekkt­um toga, er ekki ráð­legt að ból­u­setj­a það.

Ból­u­setn­ing á veg­um heils­u­gæsl­unn­ar með AstraZ­en­e­ca ból­u­efn­in­u sem átti að fara fram næst­kom­and­i mið­vik­u­dag, 17. mars hef­ur ver­ið frest­að tím­a­bund­ið eft­ir að á­kvörð­un var tek­in í síð­ust­u viku um að hætt­a að ból­u­setj­a með efn­in­u á með­an Lyfj­a­stofn­un Evróp­u rann­sak­ar mög­u­leg­ar auk­a­verk­an­ir af efn­in­u tengd­ar blóð­tapp­a. Allir sem feng­u boð í ból­u­setn­ing­u á mið­vik­u­dag, eru búin að fá ann­að boð um að henn­i hafi ver­ið frest­að. Þau munu svo fá enn ann­að boð­ið þeg­ar lín­ur skýr­ast.

Hátt í 13 þús­und full­ból­u­sett­ir

Alls hafa 12.888 ein­staklingar ver­ið full­ból­u­sett­ir gegn COVID-19 hér­lend­is en 21.283 ein­staklingar hafa haf­ið ból­u­setn­ing­u. Í ald­urs­hópn­um 90 ára og eldri hafa 75,5 prós­ent ver­ið full­ból­u­sett­ir.