Lýð­skól­inn á Flat­eyr­i hef­ur hlot­ið við­ur­kenn­ing­u sem Lýð­skól­i frá Mennt­a­mál­a­stofn­un og seg­ir Ingi­björg Guð­munds­dótt­ir, skól­a­stjór­i, að við­ur­kenn­ing­in sé for­send­a þess að skól­a­starf geti hald­ið á­fram.

„Nú er kom­inn grund­völl­ur fyr­ir okk­ur til að semj­a við rík­ið um rekst­ur skól­ans og sam­fé­lags­leg­a bæt­ir þett­a í flór­u mennt­a­kerf­is­ins og eyk­ur val­frels­i nem­end­a,“ seg­ir Ingi­björg.

Hús­næð­i Lýð­há­skól­ans á Flat­eyr­i.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Í við­ur­kenn­ing­unn­i felst stað­fest­ing á því að skól­inn upp­fyll­i al­menn skil­yrð­i laga og regln­a um Lýð­skól­a en í skól­an­um gefst nem­end­um kost­ur á námi sem ó­líkt er hefð­bundn­u fram­halds­skól­a­nám­i. Mark­mið náms­ins er að nem­end­ur þrosk­ist sem ein­staklingar en á með­an á nám­in­u stendur búa nem­end­ur sam­an, þríf­a sam­an og elda sam­an, svo mik­il teng­ing mynd­ast þeirr­a á mill­i.

Við bara sjá­um með­al­ald­ur­inn snar­lækk­a eft­ir að skól­inn kom

Ingi­björg hef­ur unn­ið í mennt­a­kerf­in­u í næst­um tvo ár­a­tug­i og seg­ir að leng­i hafi ver­ið uppi um­ræð­a um nauð­syn þess að auka fjöl­breyt­i­leik­a náms. „Ungt fólk í dag er svo með­vit­að um að það geti sjálft ráð­ið því hvað það ætl­ar að verð­a þeg­ar það verð­ur stórt,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við að ekki þurf­i all­ir að gang­a sömu mennt­a­leið, með bók­nám­i fram­halds- og há­skól­a.

Þá seg­ir hún fjöld­a nem­end­a hafa sest að á Flat­eyr­i að lokn­u námi í Lýð­skól­an­um en mik­il fólks­fækk­un hef­ur orð­ið í bæn­um síð­ust­u ár­a­tug­i. „Við bara sjá­um með­al­ald­ur­inn snar­lækk­a eft­ir að skól­inn kom,“ seg­ir hún.

Stein­unn Ása Sig­urð­ar­dótt­ir og Marg­eir Har­alds­son kynnt­ust í Lýð­skól­an­um, urðu ást­fang­in og hafa nú fest ræt­ur á Flat­eyr­i. Þau segj­ast kunn­a vel að meta kyrrð­in­a í bæn­um og mæla með nám­in­u í skól­an­um, Þá mælir Margeir sér­stak­leg­a með því fyr­ir þau sem „eiga erf­itt með að plumm­a sig í hefð­bundn­u námi.“

Fá­breytt at­vinn­u­líf hindr­un

Eftir nám­ið flutt­u Marg­eir og Stein­unn í Kóp­a­vog­inn en voru leng­i að leit­a að af­sök­un til að flytj­a aft­ur á Flat­eyr­i. „En það sem hélt aft­ur af okk­ur til að byrj­a með var að­al­leg­a fá­breytn­i í at­vinn­u­líf­in­u hérn­a,“ seg­ir hann.

Þau Stein­unn á­kváð­u þó að flytj­a á Flat­eyr­i í byrjun árs 2020 og tóku að starfa í sjoppunni í bæn­um. „Það æv­in­týr­i var held­ur stutt en við bökk­uð­um út úr því eft­ir þriggj­a mán­að­a pruf­u­tím­a­bil þar sem við sáum að rekst­ur­inn stóð varl­a und­ir sér og við fund­um að þett­a var ekki alveg okk­ar te­boll­i,“ seg­ir Marg­eir.

Stein­unn og Marg­eir segj­a að þó sé auð­velt að skap­a sér tæk­i­fær­i á stað eins og Flat­eyr­i og að þar þurf­i þau ekki að hafa jafn mik­ið á mill­i hand­ann­a og í höf­uð­borg­inn­i. Þau hafa nú keypt sér hús í Önund­ar­firð­i og segj­ast vera að upp­lif­a draum­inn.

„Sam­heldn­in í sam­fé­lag­in­u er svo ó­trú­leg,“ seg­ir Marg­eir. „Ég held að all­ir geti fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi í þess­um skól­a. Svo er mik­ill plús að kynn­ast þess­u frá­bær­a sam­fé­lag­i sem tók okk­ur svon­a opn­um örm­um,“ seg­ir Stein­unn.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Frá Flat­eyr­i.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari