Ung­verja­land telst ekki lengur til lýð­ræðis­ríkja, að mati banda­rísku hug­veitunnar Freedom Hou­se, sem birtir ár­lega skýrslu um stöðu lýð­ræðis. Hug­veitan er óháð stofnun sem hefur vaktað þróun lýð­ræðis- og mann­réttinda­mála allt frá árinu 1972.

Í skýrslum Freedom Hou­se er ríkjum gefin lýð­ræðis­ein­kunn. Sam­kvæmt því hefur ein­kunn Ung­verja­lands lækkað veru­lega. Lýð­ræði þar hefur hnignað mikið og sótt er að stjórn­mála- og borgara­réttindum. Landið stendur nú á mörkum ein­ræðis og lýð­ræðis.

Hug­veitan segir einnig nei­kvæða lýð­ræðis­þróun vera í öðrum Mið-Evrópu­ríkjunum; Ung­verja­landi, Svart­fjalla­landi og Serbíu. Þá stefni Pól­land í sömu átt.

Þjóð­ernis­sinninn Or­bán

Eftir að hafa verið for­sætis­ráð­herra Ung­verja­lands frá árinu 1998 til 2002, varð Viktor Or­bán for­sætis­ráð­herra árið 2010. Hann hefur leitt þjóð­ernis­sinnaða í­halds­flokkinn Fidesz. Sjálfur segist Or­bán stefna að upp­byggingu „ó­frjáls­lynds lýð­ræðis.“

Viktor Or­bán hefur verið for­sætis­ráð­herra Ung­verja­lands frá árinu 2010.
Nordicphotos/ Getty Images

Or­bán hefur í­trekað verið sakaður um ein­ræðis­til­burði bæði heima fyrir og á al­þjóða­vett­vangi. Menn segja hann fara gegn ung­versku réttar­ríki, með því að draga úr sjálf­stæði dóm­stóla og hefta mál­frelsi. Í­trekað sé ráðist að grunn­stoðum lýð­ræðis í landinu. Ríkis­stjórn undir for­ystu flokksins Fidesz hefur hamlað starf­semi stjórnar­and­stöðunnar, blaða­manna, há­skóla og frjálsra fé­laga­sam­taka sem falla ekki að opin­berum skoðunum. Réttindi trans­fólks eiga ekki upp á pall­borðið.

Í við­tali við dag­blaðið Wall Street Journal árið 2013, sagði Or­bán að á erfið­leika­tímum þyrfti ekki að stjórna með lýð­ræðis­stofnunum. Á slíkum tímum þurfi sterka leið­toga.

Neyðar­lög veita ó­tak­mörkuð völd

Í þeim anda heimilaði ung­verska þingið, nú í apríl, Or­bán að stjórna landinu með því að veita honum nær ó­tak­mörkuð völd í ó­til­greindan tíma, með til­skipunum, til þess að bregðast við kóróna­veirufar­aldrinum. Lögin hafa fengið hörð við­brögð á al­þjóða­vett­vangi. „Or­bán er í raun orðinn ein­ræðis­herra - í hjarta Evrópu,“ sagði breska tíma­ritið Economist nú í apríl. „Hann gæti af­salað sér ein­hverjum af ný­fengnum völdum sínum eftir heims­far­aldurinn, bara til að af­sanna gagn­rýni á sig, en gæti þó ekki þvegið af sér alla gagn­rýni.“

Kenneth Roth, fram­kvæmda­stjóri Mann­réttinda­vaktarinnar (e. Human Rig­hts Watch), al­þjóð­legra sam­taka sem berjast fyrir auknum mann­réttindum um allan heim, gengur svo langt að segja 10 milljón íbúa Ung­verja­lands nú búa við ein­ræðis­stjórn.

ESB og Norður­lönd vara við þróuninni

Lýð­ræðis­þróunin hefur kallað fram gagn­rýni Evrópu­sam­bandsins og sam­taka sem byggja á á­kveðnum lýð­ræðis­gildum. Hin nýju lög til að hefta út­breiðslu kóróna­veirunnar hafa meðal annars verið gagn­rýnd af Ur­sulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB. Hún sagði að vissu­lega yrði að beita neyðar­úr­ræðum gegn far­aldrinum, en þær að­gerðir yrðu að vera hóf­legar, innan á­kveðins tíma­ramma og á­kvarðanirnar yrði að taka á lýð­ræðis­legan hátt.


Ine Erik­­sen Søreide utan­­­ríkis­ráð­herra Noregs, segir Norð­menn hafa á­hyggjur af þróun lýð­ræðis í Ung­verja­landi.
Nordicphotos/ AFP

Norður­landa­þjóðirnar hafa einnig lýst yfir á­hyggjum af þróuninni í Ung­verja­landi. Í skýrslu sinni til Norska stór­þingsins í vikunni gerði Ine Erik­sen Søreide, utan­ríkis­ráð­herra Noregs, Ung­verja­land að um­tals­efni. Hún minnti á að réttar­ríkið væri til að tryggja lýð­ræði og mann­réttindi. Það væri ekki síst mikil­vægt á erfiðum tímum eins og nú. Öll lög­gjöf verði að taka mið af því, vera tak­mörkuð í tíma og virða mann­réttindi. Að mati Søreide er mikið á­hyggju­efni hvernig stjórn­völd í Ung­verja­landi nýti nú far­aldurinn til að auka styrk eigin valds. Hún sagði Noreg styðja við­leitni Evrópu­sam­bandsins til að styðja við þróun réttar­ríkis í Ung­verja­landi.