Minnst tuttugu lúxu­s­villur hafa brunnið í suður­hluta Kali­forníu vegna skógar­elda. Þetta kemur fram á vef LA times. Banda­rískur veður­fræðingur segir þetta veru­legt á­hyggju­efni, þar sem tíma­bil skógar­elda hefjist vana­lega ekki fyrr en síð­sumars eða á haustin.

Skógar­eldarnir hófust síð­degis á mið­viku­daginn að staðar­tíma og breiddust fljótt út til Laguna Niguel svæðisins, þar sem einbýlishús að andvirði mörg hundruð milljóna Banda­ríkja­dala standa.

„Við sjáum það enn á ný, þetta eru lofts­lags­breytingarnar,“ segir Brian Fenes­sy, yfir­maður björgunar­sveitar á staðnum.