Minnst tuttugu lúxusvillur hafa brunnið í suðurhluta Kaliforníu vegna skógarelda. Þetta kemur fram á vef LA times. Bandarískur veðurfræðingur segir þetta verulegt áhyggjuefni, þar sem tímabil skógarelda hefjist vanalega ekki fyrr en síðsumars eða á haustin.
Skógareldarnir hófust síðdegis á miðvikudaginn að staðartíma og breiddust fljótt út til Laguna Niguel svæðisins, þar sem einbýlishús að andvirði mörg hundruð milljóna Bandaríkjadala standa.
„Við sjáum það enn á ný, þetta eru loftslagsbreytingarnar,“ segir Brian Fenessy, yfirmaður björgunarsveitar á staðnum.