Lús­mýið á Ís­landi hefur væntan­lega farið fram hjá fáum, en það hefur í sumar verið ó­venju­lega á­berandi á Ís­landi. Á heima­síðu land­læknis­em­bættisins er nú að finna ýmsar ráð­leggingar um hvernig megi koma í veg fyrir og hvernig eigi að bregðast við verði fólk fyrir barðinu á lús­mýinu.

Þar segir að til að koma í veg fyrir bit sé gott að hafa viftu í her­berginu, en til að at­hafna sig þarf lús­mýið logn­stillu. Viftan kæmi þannig loftinu á hreyfinu og myndi gera henni erfiðara fyrir. Þá er fólki ráð­lagt að sofa með lokaða glugga og í nátt­fötum. Þá er bent á að þétt­riðið flugna­net gæti komið sér vel.

Gott að kæla og nota mild sterakrem

Bit lús­mýsins valda, eins og margir vita, rauðum hnúðum undir húðinni með til­heyrandi kláða og ó­þægindum. Í leið­beiningum em­bættisins segir að mikil­vægt sé að klóra ekki í húðina þar sem það getur aukið líkur á sýkingum. Stutt kæling getur dregið úr kláðanum, auk þess sem mild stera­krem gera slíkt hið sama, en þau fást án lyf­seðils í apó­tekum.

Þeir sem fá of­næmis­við­brögð, þar sem stærra svæði á húðinni í kringum bitið bólgið og aumt, geta tekið of­næmis­lyf eins og ló­ritín eða histasín en þau fást einnig í apó­tekum án lyf­seðils.

Lagist bitin ekki á nokkrum dögum, eða ef þau eru í munni, hálsi, eða ná­lægt augum, og fólk fær flensu­ein­kenni og bólgna eitla, er fólki ráð­lagt að leita á heilsu­gæsluna. Ef al­var­legri ein­kenni koma fram, eins og öndunar­erfið­leikar, upp­köst, hraður hjart­sláttur, eða sviði og með­vitundar­skerðing, kann að vera um bráða­of­næmi að ræða og þá er fólki ráð­lagt að leita strax á bráða­mót­töku eða hringja í 112.

Ítar­legri upp­lýsingar um við­brögð við biti má nálgast á vef Heilsu­veru. Þá má einnig lesa nánar um lús­mýið á vef Náttúru­fræði­stofnunar Ís­lands.