Upp komu tvö smit í tengslum við lista­há­tíðina LungA sem haldin var á Seyðis­firði á dögunum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá for­svars­mönnum há­tíðarinnar.

Eitt smit var rakið til Café Láru síðast­liðin mið­viku­dag en búið er að hafa sam­band við alla í því smit­mengi og rakningu lokið. Annað smit kom upp í dag en smit­mengi þess ein­stak­lings nær því einungis til sunnu­dags, að því er segir í til­kynningunni.

Segir þar að þetta þýði að þeir ein­staklingar sem voru í nánu sam­neyti við við­komandi hafa verið settir í sótt­kví í dag. Aðrir þurfi ekki að ör­vænta að svo stöddu.

„Ekki er um hóp­smit að ræða en við munum að sjálf­sögðu miðla þeim upp­lýsingum á­fram sem við kunnum að fá í fram­haldinu.

LungA hvetur alla gesti há­tíðinnar að fylgjast með ein­kennum og fara í skimun ef ein­hver ein­kenni koma í ljós og annars huga vel að ein­stak­lings sótt­vörnum.“