Um­hverf­is- og skip­u­lags­ráð Vest­mann­a­eyj­a lagð­i til að lund­a­veið­i yrði leyfð með sama hætt­i þett­a árið og á síð­ast­a ári og lund­a­veið­ar verð­i heim­il­ar frá 7.-15. ág­úst næst­kom­and­i. Á árum áður þekkt­ist að veið­i­tím­a­bil­ið væri allt að 46 dag­ar, en í bók­un ráðs­ins kem­ur fram að þá daga sem veið­in er leyfð er tím­inn yf­ir­leitt nýtt­ur til þess að við­hald­a þeirr­i merk­i­leg­u menn­ing­u sem fylg­ir veið­inn­i og út­eyj­a­líf­i al­mennt. Um leið er þess ósk­að að geng­ið verð­i fram af hóf­sem­i við veið­arn­ar.

Nátt­úr­u­stof­a Suð­ur­lands hafð­i áður mælt gegn því að lund­a­veið­ar yrðu heim­il­að­ar þett­a árið og vís­að til þess í um­sögn og grein­ar­gerð um mál­efn­ið. Í skýrsl­unn­i kem­ur fram að lund­a­stofn­inn á Ís­land­i hafi minnk­að um 45 prós­ent á sau­tján árum. Lít­il ung­a­fram­leiðsl­a og fæð­u­skort­ur hafi leitt til þess að stofn­vöxt­ur hafi far­ið minnk­and­i og fyr­ir vik­ið telst öll veið­i úr lund­a­stofn­in­um stofn­vist­fræð­i­leg­a ó­sjálf­bær.