Kosningaspár í Brasilíu sýna að fyrrverandi forseti landsins Luiz Inácio Lula da Silva sé við það að ná sögulegum pólitískum endurkomusigri á andstæðingi sínum Jair Bolsonaro.

Þetta kemur meðal annars fram á fréttavef The Guardian en gengið verður til kosninga í dag víðsvegar um landið.

„Ég mun sigra þessar kosningar svo ég geti gefið fólki aftur rétt á því að vera hamingjusamt“ sagði Lula í samtali við blaðamenn í heimsókn sinni til borgarinnar Sao Paulo sem er ein af helstu baráttuborgum kosningarinnar.

Líklegt að seinni umferð fari fram

Enn er mjög mjótt á munum í fylgi frambjóðendanna en takist Lula ekki að vinna Bolsonaro með nægilega miklum mun verður efnt til seinni kosninga þann 30. október.

José Roberto de Toledo, pólitískur pistlahöfundur og greinandi fyrir vefsíðuna UOL sagði að kæmi til seinni kosninga hefði það hræðilegar afleiðingar í för með sér þar sem mikið ofbeldi hefur geisað í landinu í aðdraganda kosninganna.

„Ég tel það líklegt að það komi til þess komi að önnur umferð fari fram,“ sagði hann en til þess að koma í veg fyrir seinni umferðina verður Lula da Silva að hljóta meira en 50% atkvæða í kosningunni.

Stuðningsmenn Jair Bolsonaro keppast við að auglýsa frambjóðandann síðustu klukkutímana fyrir kosningar.
Mynd/EPA

Lula sem er af vinstri væng hins pólitíska sviðs hrökklaðist áður frá völdum en hann sagði af sér árið 2010 eftir að fjöldamörg spillingarmál höfðu verið borin upp á ríkisstjórn hans.

Lula var síðar meir dæmdur í fangelsi árið 2018 og var bannað að taka þátt í kosningum það árið en það ár bar Bolsonaro sigur úr bítum í forsetakosningunum

Sigur Lula væri því fádæma endurkomusigur sem væri til marks um almenna óáængju Brasilíumanna með Jair Bolsonaro.

Mikið ofbeldi hefur geisað í Brasilíu í aðdraganda kosninganna en hart er barist um forsetastólinn að þessu sinni.
Mynd/EPA

Vinstri vængurinn sækir fram í Suður-Ameríku

Sigur Lula myndi þýða mikið fyrir vinstri væng stjórnmálaafla innan Suður-Ameríku en vinstrivængurinn hefur verið á mikilli siglingu í álfunni undanfarin ár. Þar má nefna sigur Gustavo Petro núverandi forseta Kólumbíu í júní og einnig Gabriel Boric sem sigraði forsetakosningarnar í Chile. Báðir eru mjög vinstri sinnaðir frambjóðendur sem bendir til mikilla breytinga innan heimsálfunnar.

Lula da Silva ásamt stuðningsmönnum sínum. Lula var einn vinsælasti forseti Brasilíu en hann mældist með 90 prósent stuðning þjóðar sinnar þegar hann sagði af sér árið 2018.
Mynd/EPA

Talið að Bolsonaro gæti véfengt úrslitin

Fari svo að Bolsonaro tapi kosningunum er talið að hann muni líklegast véfengja niðurstöður þeirra en hann hefur ítrekað véfengt kosningarniðustöður í landinu. Þá er óttast að hann muni reyna að líkja eftir þeim óeirðum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti efndi til þann 6. Janúar árið 2021.