Leikarinn Luke Perry er látinn eftir að hafa fengið heilablóðfall. Greint er frá því á TMZ að leikarinn hafi látist á St. Joseph sjúkrahúsinu í Burbank í morgun. Hann var fluttur á sjúkrahús í síðustu viku vegna heilablóðfalls.

Frægðarsól Perrys, sem var 52 ára gamall, reis hæst á tíunda áratugnum þegar hann lék Dylan McKay í hinni gríðarlega vinsælu unglingasápu Beverly Hills 90210.

Sjá einnig: Luke Perry á sjúkra­húsi eftir heilablóðfall

Nýlega lék hann þó einnig í þáttunum Riverdale sem eru vinsælir á Netflix. Þar lék hann Fred Andrews sem er faðir einnar aðalpersónunnar, Archie Andrews. 

Leik­konan Shannen Doher­ty sagðist um helgina vart mega mæla af harmi yfir Luke Perry sem liggur á sjúkra­húsi eftir heila­blóð­fall. Þau léku á sínum tíma kærustu­parið Brendu og Dy­lan í Be­ver­ly Hills 90201 og hún segist enn elska Dy­lan sinn.

Sjá einnig: Shannen Doher­ty: Brenda elskar Dy­lan sinn enn