Tilkynningin kom eftir að áhugasamur Twitter-notandi spurði hvort að til væru einhverjir Lucid bílar í Bretlandi. „Útþensla til Evrópu hefst á þessu ári. Fylgist með hvenær afhendingar hefjast á hverju markaðssvæði“ sagði í svari Lucid. Stutt er síðan Lucid hóf af hendingar á Air Sedan „Dream Edition“ í október. Bíllinn er með 840 km drægi og sjálf keyrandi búnaði líkt og Tesla. Hægt var að skrá sig fyrir bílum frá janúar 2021 og alls hafa einstaklingar frá 15 löndum pantað bíla, meðal annars Íslandi.