Lucid hafði frumsýnt þriggja mótora útfærslu áður árið 2020 en engar afltölur lágu þá fyrir. Að aftan verða tveir rafmótorar, einn á hvort hjól, og eru þeir 500 kW. Mótorarnir eru sjálfstæðir þannig að á meðan annar er að skila fullu afli getur hinn verið að draga úr hraða sem getur haft áhrif á hvernig bíllinn tekur beygjur. Að framan er sami rafmótor og í Lucid Air Dream sem skilar 670 hestöflum. Sapphire með sín 1.200 hestöfl mun því geta farið í 100 km á undir tveimur sekúndum og í 160 km á undir fjórum sekúndum.

Hvor bremsudæla að framan verður með tíu stimplum utan um 16,5 tommu keramikdiska.

Búast má við kvartmílutíma undir 9 sekúndum og hámarkshraða vel yfir 320 km á klst. Til að ráða við aflið og þau 2.400 kíló sem bíllinn vegur verður Sapphire með 16,5 tommu keramik bremsudiskum og tíu stimpla bremsudælum að framan. Engar tölur um drægi hafa verið birtar en bíllinn verður frumsýndur á næsta ári. Áætlað er að verð bílsins verði í kringum 35 milljónir króna í Bandaríkjunum.