. Ekkert kemur þó fram um hversu margir bílar verða afhentir í þessari lotu, en alls verða 520 Dream Edition-bílar framleiddir. Hver þeirra skilar 1.080 hestöflum og er með hvorki meira né minna en 840 km drægi, enda kostar eintakið 22 milljónir íslenskra króna. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins miðuðust fyrstu afhendingar við daginn í dag svo að þær áætlanir virðast ætla að standast. Þegar hafa 13.000 bílar verið forpantaðir af Air Sedan-bílnum sem kostar frá 10 milljónum króna. Tesla Model S kostar frá 12,5 milljónum króna á Íslandi svo að þessi fjöldi pantana þarf svo sem ekki að koma á óvart.