Noregur

Lýst eftir Anne-Elisabeth á alþjóðavísu

Hvorki hefur gengið né rekið í leitinni að hinni sjötugu Anne-Elisabeth Fjalkevig, sem virðist hafa horfið sporlaust af heimili sínu í Fjellhamar í Noregi fyrir ellefu vikum. Talið er að hún sé í haldi mannræningja, sem krafið hafa eiginmann hennar, Tom Hagen, um níu milljónir evra í formi rafmyntar.

Lýst er eftir Anne-Elisabeth á vef Interpol í dag. Helstu upplýsingar um hana koma þar fram, en þar segir meðal annars að hún sé 68 ára, 167 cm á hæð og með græn augu. Interpol

Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Anne-Elisabeth Fjalkevig, sem virðist hafa horfið sporlaust af heimili sínu í Fjellhamar í Noregi fyrir ellefu vikum. Hvorki hefur gengið né rekið í leitinni en talið er nær fullvíst að Anne-Elisabeth sé í haldi mannræningja, sem krafið hafa eiginmann hennar, Tom Hagen, um níu milljónir evra í formi rafmyntar. 

Sjá einnig: Fréttaskýring um hvarf Anne-Elisabeth

Málið hefur verið til rann­sóknar frá því það kom upp í lok októ­ber en var ekki gert opin­bert fyrr en í ný­liðinni viku í sam­ráði við fjöl­skyldu Anne-Elisa­beth. Inter­pol lýsti svo í dag eftir henni á al­þjóða­vísu. Á sjöunda hundrað á­bendinga hafa borist norsku lög­reglunni undan­farna daga en þær hafa enn sem komið er litlu skilað. Lög­regla hefur ekki viljað upp­lýsa um hvers eðlis á­bendingarnar eru, en fram kemur á vef VG að sumar hverjar hafi komið er­lendis frá. 

Tom Hagen, eigin­maður Anne-Elisa­beth, er meðal ríkustu manna Noregs. Eignir hans eru metnar á 1,7 milljarða norskra króna, sem sam­svarar um 24 milljörðum ís­lenskra króna. Tom til­kynnti lög­reglu um hvarf eigin­konu sinnar eftir að hafa fundið bréf á heimili sínu þar sem hann er krafinn um lausnar­gjald. Tom hyggst ekki greiða lausnar­gjaldið, að sögn lög­manns hans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Noregur

Krefjast lausnar­gjalds vegna Anne-Elisa­beth

Fréttaskýring

Hagen-fjöl­­skyldan harms­legin: Hvar er Anne-Elisa­beth?

Noregur

Héldu ráni á milljarðamæringi leyndu fyrir norsku þjóðinni

Auglýsing

Nýjast

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Auglýsing