Næstu bílar Lotus verða hins vegar rafdrifnir og byggðir á fjórum undirvögnum, og við vitum að einn þeirra verður lúxusjeppi og annar sportbíll. Emira er ætlað að keppa við Porsche 911 og verður boðinn með tveimur gerðum véla. Minni vélin er tveggja lítra með forþjöppu en sú stærri kemur frá Toyota og er 3,5 lítra V6 vél. Bílar Lotus verða smíðaðir í Wuhan í Kína enda merkið nú í eigu Geely. Að sögn talsmanna Lotus er sportbíll í þróun í samstarfi við Renault Alpine sem verður með breytanlegum undirvagni. Er eitt af markmiðunum með þeim bíl að ná þyngd hans niður í sömu þyngd og í Emira.