„Átt þú kannski milljónir hjá okkur?“ spyr Ís­lensk get­spá, sem nú leitar þriggja stál­heppinna og glæ­nýrra milljóna­mæringa sem ekki hafa gefið sig fram, eftir að hafa unnið stóra pottinn. 

Vinnings­miðarnir sem um ræðir voru seldir á Dal­botni á Seyðis­firði í júlí í fyrra, Olís Stykkis­hólmi í febrúar síðast­liðnum og N1 Egils­stöðum í byrjun mars, og eru þeir sem hafa keypt miða á fyrr­nefndum stöðum hvattir til að skoða miðana sína vel. 

Hér fyrir neðan má sjá nánari út­listun á vinnings­miðunum þremur. 

Dal­botni á Seyðis­firði, út­dráttur 7.júlí 2018 
vinningur að upp­hæð 25.394.380 krónur 
vinnings­tölur 2 – 9 – 24 – 25 – 35 / 19 (bónustala) 

Olís Stykkis­hólmi, út­dráttur 23. febrúar 2019 
vinningur að upp­hæð 7.639.900 krónur 
vinnings­tölur 5 – 6 – 12 – 29 – 31 / 11 (bónustala) 

N1 Egils­stöðum, út­dráttur 2. mars 2019
Vinningur að upp­hæð 4.088.690 krónur 
vinnings­tölur 4 – 8 – 17 – 21 – 29 / 19 (bónustala)