Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, skrifar á Facebook síðu sinni að Jacinda Ardern sé hvorki fyrsta né síðasta konan sem neyðist til að hægja á sér á miðjum ferli og endurmeta stöðu sína. Hún segir bæði félagslegar og menningarlegar ástæður liggja á bak við því að konum er mun hættara við ótímabærri kulnun í starfi en körlum.
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti um afsögn sína fyrr í dag en hún mun hún hætta sem forsætisráðherra snemma í næsta mánuði og á þingi seinna á árinu.
„Það er einfaldlega komið allt öðruvísi fram við konur en karla í sambærilegum störfum. Kvenfyrirlitningin, löngun til að niðurlægja konur er sum staðar landlæg og birtist með ýmsu móti. Nýjasta dæmið hérlendis er einstaklega ósmekkleg, kynferðisleg fyrirsögn í Viðskiptablaðinu sem beindist að Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar.“
Ólína vísar þar í fyrirsögnina „Ótímabært sáðlát“, sem var fljótlega breytt í „Ótímabær fögnuður“ eftir töluverða gagnrýni en blaðið hefur beðið Kristrúnu afsökunar.
Hún minnist einnig á rannsóknarefni Helgu Kress sem vakti athygli á því hvernig karlar tala um ritverk kvenna. Oft er til dæmis fjallað meira um útlit verkanna frekar en innihald þeirra. Ýmsir aðrir kvenrithöfundar hafa tjáð sig í sömu veru og rifjað upp athyglisverð dæmi.
Öráreitni sen ekki er bundin við konur í opinberum störfum
„Þetta er öráreitni. Það er ekki bundið við konur í opinberum störfum, en augljósast þar. Það er ein ástæða þess að konur kulna í störfum og hverfa frá viðfangsefnum sem þó hæfa þeim vel,“ skrifar Ólína.
Sara Oskarsson, varaþingmaður og listamaður, segir í tengslum við ofkulnun Jacindu að lítilsvirðingin er þegar konum í stjórnmálum er ekki trúað og að lítið sé gert úr vandamálinu. Hún segir þessa umræða vera nauðsynleg þar sem þetta mál er oft svo falið og erfitt að sanna, en á allra vitorði samt sem áður.
„Þetta snýst ekki um að konur vilji að litið sé á sig sem fórnarlömb, við viljum bara fá að vinna vinnuna okkar,“ segir Sara.

„Við viljum bara fá að vinna vinnuna okkar"