Ó­lína Kjer­úlf Þor­varðar­dóttir, prófessor og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, skrifar á Face­book síðu sinni að Ja­cinda Ardern sé hvorki fyrsta né síðasta konan sem neyðist til að hægja á sér á miðjum ferli og endur­meta stöðu sína. Hún segir bæði fé­lags­legar og menningar­legar á­stæður liggja á bak við því að konum er mun hættara við ó­tíma­bærri kulnun í starfi en körlum.

Ja­cinda Ardern for­sætis­ráð­herra Nýja-Sjá­lands tilkynnti um afsögn sína fyrr í dag en hún mun hún hætta sem for­sætis­ráð­herra snemma í næsta mánuði og á þingi seinna á árinu.

„Það er ein­fald­lega komið allt öðru­vísi fram við konur en karla í sam­bæri­legum störfum. Kven­fyrir­litningin, löngun til að niður­lægja konur er sum staðar land­læg og birtist með ýmsu móti. Nýjasta dæmið hér­lendis er ein­stak­lega ó­smekk­leg, kyn­ferðis­leg fyrir­sögn í Við­skipta­blaðinu sem beindist að Krist­rúnu Frosta­dóttur for­manni Sam­fylkingarinnar.“

Ó­lína vísar þar í fyrir­sögnina „Ó­tíma­bært sáð­lát“, sem var fljót­lega breytt í „Ó­tíma­bær fögnuður“ eftir tölu­verða gagn­rýni en blaðið hefur beðið Kristrúnu afsökunar.

Hún minnist einnig á rann­sóknar­efni Helgu Kress sem vakti at­hygli á því hvernig karlar tala um rit­verk kvenna. Oft er til dæmis fjallað meira um út­lit verkanna frekar en inni­hald þeirra. Ýmsir aðrir kven­rit­höfundar hafa tjáð sig í sömu veru og rifjað upp at­hyglis­verð dæmi.

Öráreitni sen ekki er bundin við konur í opinberum störfum

„Þetta er örá­reitni. Það er ekki bundið við konur í opin­berum störfum, en aug­ljósast þar. Það er ein á­stæða þess að konur kulna í störfum og hverfa frá við­fangs­efnum sem þó hæfa þeim vel,“ skrifar Ó­lína.

Sara Oskars­son, vara­þing­maður og lista­maður, segir í tengslum við of­kulnun Ja­cindu að lítils­virðingin er þegar konum í stjórn­málum er ekki trúað og að lítið sé gert úr vanda­málinu. Hún segir þessa um­ræða vera nauð­syn­leg þar sem þetta mál er oft svo falið og erfitt að sanna, en á allra vit­orði samt sem áður.

„Þetta snýst ekki um að konur vilji að litið sé á sig sem fórnar­lömb, við viljum bara fá að vinna vinnuna okkar,“ segir Sara.

Færsla Ólínu hefur vakið mikla athygli.