Stjórn ADHD sam­tak­ann­a lýs­ir yfir mikl­um von­brigð­um með mál­flutn­ing Andrés­ar Magn­ús­son­ar, yf­ir­lækn­is hjá Em­bætt­i land­lækn­is í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 síð­ast­lið­inn sunn­u­dag, en Andrés sagð­i mik­inn þrýst­ing vera í sam­fé­lag­in­u að fólk fái ADHD lyf hér á land­i. Sam­tök­in segj­a her­ferð em­bætt­is­ins verð­i að linn­a en þetta er ekki í fyrsta sinn sem samtökin kvarta yfir fullyrðingum starfsmanna landlæknis.

„Stað­reynd­in er sú, að á liðn­um árum hef­ur orð­ið gríð­ar­leg við­horfs­breyt­ing í sam­fé­lag­in­u gagn­vart ADHD. Þeirr­i skömm sem áður ríkt­i um þess­a með­fædd­u taug­a­rösk­un hef­ur sem bet­ur fer ver­ið eytt að mest­u,“ seg­ir í á­lykt­un sam­tak­ann­a um notk­un ADHD lyfj­a hér á land­i.

Fleiri átti sig á því sem felst í ADHD

Að sögn Andrés­ar er ADHD gíf­ur­leg­a al­gengt á Ís­land­i og að mik­il­vægt sé að finn­a skýr­ing­ar á þró­un­inn­i. „Hér túlk­ar yf­ir­lækn­ir­inn já­kvæð­a virkn­i ADHD lyfj­a eins og um mis­notk­un fík­ils væri að ræða, eða sem kannsk­i verr­a er gef­ur hrein­leg­a í skyn að for­eldr­ar séu að dópa börn­in sín.“

Sam­tök­in hald­a því aft­ur á móti fram að sí­fellt fleir­i séu að átta sig á því sem felst í ADHD og að fólk leit­i frek­ar til þeirr­a lækn­is­fræð­i­leg­a úr­ræð­a sem þeim stendur til boða, ekki síst full­orðn­ir. „Enda löng­u þekkt að bæði full­orðn­ir sem heild, og um leið ekki síst kon­ur og stúlk­ur eru hóp­ar sem hafa ver­ið van­greind­ir fram til þess­a. Ekki ein­ung­is hér á land­i, held­ur um all­an heim.“

Ættu að fagna viðleitni fólks með ADHD

Andrés greind­i einnig frá því í við­tal­in­u að ver­ið væri að reyn­a að bregð­ast við ástandinu. Ó­mög­u­legt væri að segj­a til um það hvort um of­grein­ing­ar væri að ræða en neit­að­i ekki að það gæti ver­ið mög­u­leg á­stæð­a. Þá sagð­i hann notk­un á lyfj­um hafa auk­ist um 150 prós­ent síð­ust­u ár og að mikl­u fleir­i grein­ing­ar væru hér á land­i held­ur en á Norð­ur­lönd­un­um .

„Að sjálf­sögð­u ber Em­bætt­i land­lækn­is að hafa eft­ir­lit með lyfj­a­notk­un al­mennt, en í þess­u til­fell­i er löng­u tím­a­bært að em­bætt­ið hætt­i að hjakk­a í göml­um hjól­för­um. Að mati ADHD sam­tak­ann­a ætti Em­bætt­i land­lækn­is frek­ar að fagn­a við­leitn­i fólks með ADHD til að leit­a eft­ir grein­ing­um og úr­ræð­um sem bætt geta líf þess, hvort sem um ræð­ir börn eða full­orðn­a,“ seg­ir að lok­um í á­lykt­un­inn­i.