Frum­varp um að­gengi iðn­menntaðra að há­skólum var sam­þykkt á Al­þingi í dag með öllum greiddum at­kvæðum. Lilja D. Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, fagnaði því á sam­fé­lags­miðlum og sagði að með því væri mikil­vægri hindrun í skóla­kerfinu rutt úr vegi. Nú fengi fólk með fjöl­breyttari bak­grunn að­gang að há­skólum.

„Löngu tíma­bær breyting, sem jafnar stöðu verk- og bók­náms,“ sagði Lilja.

Sam­tök iðnaðarins fögnuðu einnig breytingunni. „Það er mat Sam­taka iðnaðarins að nú hafi það skref loks verið stigið að starfs­nám teljist sam­keppnis­hæft við bók­nám en sam­tökin hafa barist fyrir því í mörg ár að staða nem­enda með starfs­nám og bók­nám verði jöfnuð til inn­göngu í há­skóla,“ segir í til­kynningu frá sam­tökunum.
Frum­varpið var samið á grund­velli til­lagna í að­gerðar­á­ætlun mennta­mála­ráð­herra til að auka á­huga ung­menna á starfs- og tækni­menntun sem unnin er í sam­starfi við Sam­tök iðnaðarins og Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga.

Húrra! Frumvarp um aðgengi iðnmenntaðra að háskólum var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með öllum greiddum atkvæðum!...

Posted by Lilja Dögg Alfreðsdóttir on Tuesday, 11 May 2021