Gríðarlega löng röð var í sýnatöku í dag að sögn sjónarvotta sem Fréttablaðið ræddi við. Á aðsendri mynd má sjá að röðin teygði sig út innkeyrsluna að bílastæði Orkuhúsins.

Samkvæmt frétt Vísis sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni, að um 3.500 sýni hafi verið tekin í dag, þar af um 2.500 einkennasýni.

56 Co­v­id-smit greind­­ust inn­an­lands í gær. Af þeim sem greind­ust voru 43 full­ból­u­sett­ir, ból­u­setn­ing var haf­in hjá tveim­ur og ell­ef­u voru ekki ból­u­sett­ir. Í sótt­kví eru 538 og í ein­angr­un 223. Einn er á sjúkr­a­hús­i, sami fjöldi og í fyrradag. Þá eru 1.105 í skimunarsóttkví.