Haldið var á­fram að bólu­setja ein­stak­linga sem fengu Jans­sen í vor og í sumar með örvunar­skammt í Laugar­dals­höll í dag en til stóð að bólu­setja til klukkan 15 í dag. Nokkur töf varð þó undir lok dags þar sem verið var að blanda bólu­efnið jafn­óðum svo engir skammtar færu til spillis.

„Við vorum að reyna að passa okkur að blanda ekki of mikið því við vorum að reikna með sama fjölda og í gær, þannig við vorum svo­lítið spar­söm með efnið,“ segir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Að öðru leiti segir Ragn­heiður að bólu­setningar í dag hafi gengið vel fyrir sig og virtist svipaður fjöldi hafa mætt í dag og í gær, þó að endan­legur fjöldi liggi ekki fyrir þar sem enn er verið að bólu­setja.

Bólu­setningar halda á­fram á morgun en í heildina stendur til að bólu­setja rúm­lega 30 þúsund manns í vikunni, ýmist með bólu­efni Pfizer eða bólu­efni Moderna.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í gær mætti að­eins um helmingur þeirra sem fengu boð í örvunar­skammt í gær en þá voru um 11 þúsund boðuð. Hjúkrunar­heimilin gátu þó nýtt skammtana sem urðu af­gangs í gær.

Til stóð að bólusett yrði til 15 en fjölmargir mættu rétt fyrir þann tíma.