Birgitta Jóns­dóttir, fyrrum þing­maður og stofnandi tveggja flokka, Borgara­hreyfingarinnar og Pírata, hefur upp­lifað mörg á­föll sem hún hefur loks unnið úr síðustu misseri. Þar má nefna að bæði eigin­maður hennar fyrr­verandi og pabbi hurfu og frömdu sjálfs­víg.

„Þessi tími undan­farið var ekki fyrsti stóri lær­dómurinn, mér hefur alla tíð verið gefið ó­trú­lega ríkt líf af reynslu og ég hef reynt að taka þá reynslu með mér inn í opin­ber störf. Ég er þannig manneskja að ég get ekki barist bara fyrir mér. Ég verð líka að berjast fyrir öðrum,“ segir Birgitta.

Hún þakkar Pieta-sam­tökunum að miklu leyti þann bata sem hún hafi náð og stefnir að nýjum verk­efnum eins og fram kemur í helgar­við­tali Frétta­blaðsins við Birgittu.