Mjög löng bílaröð myndaðist á Holtavörðuheiði í dag vegna slyss.

Samkvæmt einstaklingi á vettvangi er nú búið að fjarlægja bíl sem lá þversum á veginum og stíflaði því bílaumferð, hún er því komin aftur af stað.

Á þessari stundu er ekki vitað hvort slysið hafi valdið meiðslum eða tjóni á fólki.