Mik­ið álag er nú á Land­spít­al­an­um, eink­um bráð­a­mót­tök­unn­i í Foss­vog­i. Þau sem þang­að leit­a vegn­a væg­ar­i slys­a eða veik­ind­a geta bú­ist við langr­i bið. Sjúk­ling­um á bráð­a­mót­tök­unn­i er nú for­gangs­rað­að eft­ir bráð­leik­a og vís­að á heils­u­gæsl­u­stöðv­ar eða Lækn­a­vakt­in­a utan opn­un­ar­tím­a heils­u­gæsl­u­stöðv­a.

Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá Land­spít­al­an­um.

Þar seg­ir enn frem­ur að nú þeg­ar fjórð­a bylgj­a Co­vid-19 far­ald­urs­ins geis­ar sé mik­il­vægt að al­menn­ing­ur taki til­lit til á­lags­ins á bráð­a­mót­tök­unn­i ef hægt er.

Páll Matth­í­as­son, for­stjór­i Land­spít­al­ans, biðl­ar til starfs­fólks sem er í sum­ar­or­lof­i að huga að því þeg­ar í stað að koma fyrr aft­ur til vinn­u ef kost­ur er. Nú er fjöld­i starfs­fólks í sótt­kví og ein­angr­un sem ger­ir róð­ur­inn enn þyngr­i. Fjöld­i þeirr­a sem eru í eft­ir­lit­i á Co­vid-göng­u­deild spít­al­ans fjölg­ar stöð­ugt, sem og inn­i­liggj­and­i sjúk­ling­um á spít­al­an­um.

Spít­al­inn starfar nú á hætt­u­stig­i og geng­ur illa að mann­a stöð­ur. Land­spít­al­inn hef­ur ým­ist ver­ið á ó­viss­u- eða hætt­u­stig­um í eitt og hálft ár sem kraf­ist hef­ur mik­ils af starfs­fólk­i sem starf­að hef­ur við for­dæm­a­laus­ar að­stæð­ur.